Guðmundur Helgason (01/06/17)
Lokaverkefni í hagnýttri tölfræði (MAS)
Guðmundur Helgason
Titill: Hversu lengi þarf ég að bíða? Forspárlíkön fyrir biðtíma í þjónustuveri CCP
Staðsetning: V-157, VRII
Tímasetning: Fimmtudaginn 1. júní, klukkan 14:00.
Ágrip:
Í þessari rannsókn, með hjálp ýmissa tölfræðiaðferða, spáum við fyrir um biðtíma eftir svari við tölvupósti með gögnum frá þjónustuveri CCP, framleiðanda tölvuleiksins EVE Online. Að mestu leyti er notast við tvíkosta tölfræðilíkön þar sem spáð er fyrir um hvort að svar sé gefið fyrir ákveðinn tímapunkt eða ekki. Samfelldar aðferðir eru þó einnig notaðar, bæði til að spá fyrir um biðtíma í sjálfu sér og hvort svar sé gefið fyrir ákveðinn tíma eða ekki. Auk greiningarlegra aðferða til forspáar er einnig notast við einfaldari empírískar aðferðir til að meta dreifingu biðtíma og líkindi á svari eftir ákveðinn tíma. Tiltækar rannsóknir á sviði þjónustuvera, gæða í þjónustu, áhrifa þess að bíða eftir þjónustu og aðferða sem notast hefur verið við til að spá fyrir um biðtíma eru skoðaðar. Aðferðirnar sem notast var við til biðtíma forspáar eru bornar saman, kostir þeirra og gallar ræddir, auk hugsanlegra hagnýtra eiginleika.
Leiðbeinendur:
Anna Helga Jónsdóttir
Matthías Kormáksson
Prófdómari: Thor Aspelund
Stella Kristín Hallgrímsdóttir
Lokaverkefni í hagnýttri tölfræði (MAS)
Stella Kristín Hallgrímsdóttir
Titill: Samband veðurs og komufjölda á bráðamóttökur Landspítala
Staðsetning: V-157, VRII
Tímasetning: Mánudaginn 29. maí, klukkan 14:00.
Ágrip:
Markmið þessarar rannsóknar var að gera grein fyrir árstíða- og vikusveiflum í komufjölda á bráðamóttökur Landspítala og meta áhrif veðurfars á komufjölda. Skoðaðar voru fjórar bráðamóttökur; bráðamóttakan í Fossvogi, bráðamóttaka Barnaspítala Hringsins, Hjartagátt og bráðaþjónusta geðsviðs. Þær veðurbreytur sem mest voru skoðaðar eru hitastig, vindhraði, úrkoma og skýjahula. Líkt var eftir árstíðasveiflum með sínus- og kósínusbylgjum og með hjálp línulegrar aðhvarfsgreiningar var búin til breyta sem lýsir árstíðasveiflum og línulegri aukningu í komufjölda. Smíðuð voru nokkur ARIMA líkön til að spá fyrir um komufjölda á bráðamóttökuna í Fossvogi og bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og þau borin saman til að finna besta spálíkanið fyrir hvora bráðamóttöku. Til að meta hvort veður hafi áhrif á komufjölda á bráðamóttökur var veðurbreytum einni í einu bætt inn í spálíkan og skoðað hvort mát- og spágæði líkansins aukist við að fá upplýsingar um veður. Einnig var höfuðþáttagreiningu beitt til að taka veðurbreytur saman og búa til nýjar breytur sem eiga að lýsa ákveðnum veðurgerðum. Þessum nýju breytum var einnig bætt inn í spálíkön til að meta áhrif þeirra á gæði líkansins. Niðurstöður sýna að upplýsingar um veður bæta spá um komufjölda á bráðamóttökunni í Fossvogi lítillega en auka staðalspáskekkju á bráðamóttöku barna. Það á bæði við um þegar hver veðurbreyta er skoðuð fyrir sig sem og þegar veðurbreytur hafa verið settar saman með höfuðþáttagreiningu. Því má draga þá ályktun að veður hafi ekki áhrif á komufjölda á bráðamóttöku barna en það hafi minniháttar áhrif á komufjölda á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Ennfremur sýna niðurstöður að vel megi þróa gott spálíkan fyrir komufjölda á bráðamóttökur Landspítala einungis með upplýsingum um árstíðasveiflur og vikusveiflur.
Leiðbeinandi: Dr. Sigrún Helga Lund og Dr. Tryggvi Helgason
Prófdómari: Dr. Ólafur Pétur Pálsson
Arnbjörg Soffía Árnadóttir (06/10/16)
Meistaraprófsfyrirlestur
Arnbjörg Soffía Árnadóttir
Titill: Grúpuverkanir á óendanleg stefnd net og hlutbrautafallið
Staðsetning: Naustið, Endurmenntun.
Tímasetning: Fimmtudagur 6. október 2016, klukkan 16:00.
Ágrip:
Við notum grúpuverkanir til þess að skoða óendanleg stefnd net. Við byrjum á því að skilgreina grúpumótun sem við köllum hlutbrautafallið. Við notum svo þessa mótun til þess að skoða ýmsa eiginleika óendanlegra stefndra neta, þ.á.m. myndir netamótana, háörvavegagegnvirkni, Cayley-Abels net og vöxt neta.
Leiðbeinendur: Rögnvaldur G. Möller og Jón Ingólfur Magnússon, báðir prófessorar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Prófdómari: Peter M. Neumann, emerítus við The Queen’s College, Oxford University.
Adam Timar
Málstofa í stærðfræði
Fyrirlesari: Adam Timar, Renyi Institute, Budapest
Titill: Allocation rules for the Poisson point process
Staðsetning: Árnagarður 101.
Tími: Föstudagur 3. júní, klukkan 13:20-14:20.
Ágrip:
Consider the Poisson point process in Euclidean space. We are interested in functions on this random point set whose value in each configuration point is given by some „local“ rule (no „central planning“). One example is the so-called allocation problem, where we want to partition R^d to sets of measure 1 and match them with the point process, in a translation equivariant way. We want to make the allocated set optimal in some sense (e.g., the distribution of the diameter shows fast decay). We will present some allocation schemes, among them one with an optimal tail, which is joint work with R. Marko.
Doktorsstyrkur í kennilegri eðlisfræði
Applications are invited for a PhD position in theoretical high-energy physics at the University of Iceland with a starting date in Fall 2016. The position is funded by a grant from the Icelandic Research Fund.
The successful candidate will work in the area of quantum field theory and string theory with emphasis on gauge theory/gravity duality and holographic models for strongly coupled field theories. A master degree, or equivalent, in theoretical physics is required.
The application deadline is May 6, however applications will continue to be accepted until the position is filled.
Applications should be submitted electronically to
https://academicjobsonline.org/ajo/jobs/7202
and should include a CV, transcripts from undergraduate and master studies, a short description of research interests, and names and e-mail addresses of two referees, who have agreed to provide recommendation letters.
For further information please contact:
Ass. Prof. Valentina Giangreco Puletti (e-mail: vgmp[at]hi.is) or
Prof. Lárus Thorlacius (e-mail: lth[at]hi.is)
Faculty of Physical Sciences
University of Iceland
Nakti hreini stærðfræðingurinn
Finnur Lárusson, kollegi okkar við Háskólann í Adelaide í Ástralíu og fyrrum nemandi við Háskóla Íslands, hélt nýlega afar áhugaverðan fyrirlestur um hreina stærðfræði sem ber heitið ,,Nakti hreini stærðfræðingurinn“. Þetta er innsetningarfyrirlestur hans sem prófessor í stærðfræði.
Lektor í stærðfræði við Raunvísindadeild
Laust er til umsóknar fullt starf lektors í stærðfræði við Raunvísindadeild. Starfið er á sviði hagnýttrar stærðfræði.
Viðkomandi þarf að búa yfir frumkvæði og skipulagshæfni til þess að byggja upp öflugt rannsóknarstarf og rannsóknartengt nám í hagnýttri stærðfræði í samstarfi við aðrar deildir Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Nýlega var stofnuð ný námsleið í hagnýttri stærðfræði fyrir nemendur í grunnnámi og mun lektorinn gegna því hlutverki að móta hana frekar. Jafnframt mun lektorinn kenna stærðfræði í grunn- og framhaldsnámi.
Lektorinn þarf að vera ötull í rannsóknum og æskilegt er að þær séu í þeim greinum hagnýttrar stærðfræði, sem tengjast stærðfræðigreiningu. Til dæmis í greinum þar sem fjallað er um (tölulegar) lausnir á diffurjöfnum og hlutafleiðujöfnum, hreyfikerfi, nálgunarfræði eða tölulega greiningu. Ennfremur er æskilegt að umsækjendur hafi reynslu af því að beita stærðfræði á hagnýt verkefni.
Lektornum verður gert kleift að ráða til sín nýdoktor til tveggja ára.
Continue reading 'Lektor í stærðfræði við Raunvísindadeild'»
Sérfræðingur í stærðfræði eða stærðfræðilegri eðlisfræði við Raunvísindastofnun
Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings í stærðfræði eða stærðfræðilegri eðlisfræði við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Sérfræðingnum er ætlað að stunda rannsóknir í stærðfræði eða stærðfræðilegri eðlisfræði. Umsækjendur skulu hafa sýnt fram á árangur í rannsóknum í öðru eða báðum ofangreindum fagsviðum. Tekið verður tillit til hversu vel rannsóknir umsækjenda falla að áherslusviðum stærðfræðistofu.
Kennsluskylda fylgir ekki starfinu en möguleg kennsla akademískra sérfræðinga Raunvísindastofnunar við Verkfræði- og náttúruvísindasvið (Raunvísindadeild) er samkvæmt samkomulagi sérfræðinga við stjórn Raunvísindastofnunar í samræmi við 10. gr reglna Raunvísindastofnunar Háskólans nr. 685/2011.
Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi í stærðfræði eða stærðfræðilegri eðlisfræði. Æskilegt er að ekki hafi liðið lengri tími en fimm ár frá því umsækjandi lauk doktorsprófi þegar hann tekur við starfinu. Að auki er krafist góðrar samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum.
Continue reading 'Sérfræðingur í stærðfræði eða stærðfræðilegri eðlisfræði við Raunvísindastofnun'»
Postdoctoral position at the University of Iceland
There is a three-year postdoctoral position available at the University of Iceland financed by The Icelandic Centre for Research, rannis.is.
The research project is called: Complex Analysis with Emphasis on Pluripotential Theory.
We are mainly interested in the theory of holomorphic and plurisubharmonic functions and we are especially interested in applications of the
functions.
We are looking for a candidate who has completed a PhD within the last 5 years or is close to defending a PhD thesis. Her/his specialization and interests should be in this area.
Everyone is welcome to contact us for further information.
Applications should be sent to us directly by e-mail, including a CV, list of publication or an abstract of a planned PhD thesis, and a research statement. The names and e-mail addresses of two referees should be included, a thesis advisor should be one of them.
The application deadline is December 31. All applications will be answered.
The starting time for the position is a matter of agreement.
Benedikt Steinar Magnússon <bsm [at] hi.is> and
Ragnar Sigurdsson <ragnar [at] hi.is>.