Doktorsvörn – Warsha Singh

Hvenær hefst þessi viðburður: 12. júní 2015 – 10:00
Staðsetning viðburðar: Aðalbygging
Nánari staðsetning: Hátíðarsalur

Háskóli ÍslandsFöstudaginn 12. júní ver Warsha Singh doktorsritgerð sína í vistfræðilíkönum við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Bættar aðferðir við stofnmat sjávarbotndýra með notkun djúpfars (Towards efficient benthic survey design with the use of autonomous underwater vehicles).

Andmælendur eru dr. Michael Fogarty, forstöðumaður Ecosystem management program við Northeast Fisheries Science Center, Bandaríkjunum, og dr. Arthur Trembanis, dósent í haffræði og jarðvísindum við University of Delaware, Bandaríkjunum.

Leiðbeinandi var dr. Gunnar Stefánsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Auk hans sátu í doktorsnefnd dr. Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Jörundur Svavarsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og dr. Tómas Philip Rúnarsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.

Dr. Hafliði Pétur Gíslason, prófessor og deildarforseti Raunvísindadeildar, stjórnar athöfninni.

 

Ágrip af rannsókn