Um

Stærðfræðistofa er vettvangur rannsókna í stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði. Þar starfa fastir kennarar í stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði, ásamt nýdoktoum og nemendum í rannsóknanámi.

Viðfangsefni stofunnar spanna margar sérgreinar stærðfræði og stærðfræðilegrar eðlisfræði. Þau helstu eru á sviði algebru, tvinnfallagreiningar og fágaðrar rúmfræði, skammtasviðsfræði, strengjafræði, fellagreiningar, ólínulegra hlutafleiðujafna, kvíslunarfræði, netafræði, líkindafræði og tölfræði.

Niðurstöður rannsókna sinna birtir starfsfólk stofunnar í innlendum og alþjóðlegum fagtímaritum og ráðstefnum innalands og utan.
Starfsfólk stofunnar á öflugt samstarf við fólk víða um heim og algengt er að samstarfsfólk erlendis frá dvelji við stofuna til að vinna að sameiginlegum rannsóknaverkefnum.

Málstofa í stærðfræði hefur verið starfrækt á vegum stofunnar frá árinu 1975. Í málstofunni kynna starfsmenn stofunnar, vísindamenn á skyldum fræðasviðum og erlendir gestir rannsóknir sínar eða aðrar nýjungar í stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði.

Stofustjóri er Gunnar Stefánsson.