Málstofa í stærðfræði

Fyrirlesari: Þorsteinn Jónsson, University of Guelph

Titill: Hnikaaðferðir til að læra dreififöll gagna

Staðsetning: V-147 (VR-II)
Tími: Mánudagur 2. júlí kl. 10:30

Ágrip:

Á þessari málstofu mun ég kynna safn aðferða sem að leyfir okkur að skilgreina tölfræðileg líkön sem lýsa líkindadreifingum sem búa til gögn.
Til þessa kynnum við tauganet sem hraða, en ótrúlega áhrifaríka leið til að leysa hnikaverkefni fyrir vel valið kostnaðarfall.
Ég mun ræða tvær mismunandi aðferðir til þess að skilgreina þetta kostnaðarfall ásamt því að sýna áhugaverðar niðurstöður.