Fyrirlestraröð: Áhrif loftslagsbreytinga á jöklafræði og Stelpur diffra

Á þessu misseri munu nokkrar konur á Verkfræði og náttúruvísindasviði kynna rannsóknir sínar og/eða kennslu í röð hádegiserinda. Haldnir verða tveir 20 mínútna fyrirlestrar hverju sinni og tími verður fyrir spurningar og spjall í lokin. 

 

Næstkomandi mánudag, 13. febrúar kl 12:30 (í VRII 157), munu Guðfinna Aðalgeirsdóttur (Jarðvísindadeild) og Nanna Kristjánsdóttir (Raunvísindadeild) halda erindi. Erindin að þessu sinni verða á íslensku. Frekari upplýsingar eru neðar.

  

Kaffi og léttar veitingar verða á staðnum.
Allir velkomnir, oháð kyni og fræðasviði!
Fyrir hönd Félags kvenna og kvára í stærðfræði og eðlisfræði,
Stefanía, Anna Helga og Valentina.
———————————————————————

 

This semester, several women in the School of Engineering and Natural Sciences will present their research and/or teaching in a series of lunchtime lectures. There will be two 20 minute talks each time, and after that there will be time for questions and discussion.  

 

Next Monday, February 13 at 12:30 (in VRII 157), Guðfinna Aðalgeirsdóttir (Faculty of Earth Sciences) and Nanna Kristjánsdóttir (Faculty of Physical Sciences) will give a talk. The talks this time will be in Icelandic, for further information please see below. 
Coffee and light refreshments will be available.
You are all very welcome, regardless of gender and discipline!

 

On behalf of the Association of women and gender queer people in Mathematics and Physics,
Stefanía, Anna Helga og Valentina.
———————————————————————

 

The entire schedule can be found here: https://sites.google.com/view/konur-og-kvar-a-von

 

Place and time: kl. 12:30-13:30 í stofu 157 VRII.

 

Speaker: Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Jarðvísindadeild

 

Title: Hvernig loftslagsbreytingar af mannavöldum breyttu jöklafræði 

 

Abstract
Eftir grunnám í jarðeðlisfræði við HÍ hófst ævintýri sem ekki var hægt að sjá fyrir hvernig myndi enda.  Margt skemmtilegt, erfitt og ævintýralegt gerðist á leiðinni og starfsferillinn hefur markast af því hvernig loftslagbreytingar af mannavöldum hafa breytt jöklafræði, faginu sem ég lagði stund á, og orðið til þess að við verðum að endurhugsa orkukerfin okkar og neysluvenjur.

 

—–
Speaker: Nanna Kristjánsdóttir, Raunvísindadeild

 

Title: Stelpur diffra – sumarnámsbúðir í stærðfræði

 

Abstract: 
Stelpur diffra eru sumarnámsbúðir í stærðfræði fyrir stelpur og stálp sem hafa það markmið að gefa þessum hóp tíma og tækifæri til að rækta áhuga sinn á stærðfræði, mynda samfélag og styrkja sjálfstraust þátttakanda gagnvart greininni. Í fyrirlestrinum verður farið í stuttu máli yfir það hvernig búðirnar komu til, hvernig þær hafa þróast og hvernig hefur gengið í þau skipti sem þær hafa verið haldnar.