Lektor í líkindafræði

Laust er til umsóknar fullt starf lektors við námsbraut í stærðfræði við Raunvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Um er að ræða starf í líkindafræði. Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009. Samkvæmt 38. gr. reglnanna er rektor heimilt að veita framgang í starf dósents eða prófessors við nýráðningu uppfylli viðkomandi þau skilyrði.