Guðmundur Einarsson (26/05/14)Guðmundur Einarsson (26/05/14)

Meistaraprófsfyrirlestur

Fyrirlesari: Guðmundur Einarsson
Titill: Competetive Coevolution in Problem Design and Metaheuristical Parameter Tuning

Staðsetning: VR-II, 158.
Tímasetning: Mánudagur 26. maí, klukkan 14:00.

Ágrip:

Hafrannsóknarstofnun hefur á síðustu 20 árum staðið að hönnun og notkun stofnmatsforritsins Gadget. Þetta forrit útfærir vistfræðileg tölfræðilíkön og notar stofnunin það við gerð líkana fyrir sjávarlífið á grennd um Ísland. Í forritinu eru stikar metnir með bestunaraðferðum í samfelldu afmörkuðu rúmi. Í þessari ritgerð er þróunaralgrím útfært sem þjálfar bestunaraðferðirnar í Gadget til að takast á við erfið byrjunargildi. Erfið byrjunargildi geta stafað út af staðbundnu útgildi eða slæms ástands fallsins. Þessi vinna ætti að einfalda nýjum notendum að beita bestunaraðferðunum. Þessi aðferð getur mögulega fundið önnur staðbundin útgildi sem getur gefið vísbendingu um að líkanið sé ekki rétt valið. Reikniritið er prófað á föll sem hafa svipaða eiginleika og lograsennileikafallið í Gadget og eru niðurstöður sýndar úr einföldu ýsulíkani.

MS-nefnd: Gunnar Stefánsson og Tómas Philip Rúnarsson.
Prófdómari: Sven Þ. SigurðssonMasters thesis presentations

Speaker: Guðmundur Einarsson
Title: Competetive Coevolution in Problem Design and Metaheuristical Parameter Tuning

Location: VR-II, 158.
Time: Monday, May 26., at 14:00.

Abstract:

Hafrannsóknarstofnun hefur á síðustu 20 árum staðið að hönnun og notkun stofnmatsforritsins Gadget. Þetta forrit útfærir vistfræðileg tölfræðilíkön og notar stofnunin það við gerð líkana fyrir sjávarlífið á grennd um Ísland. Í forritinu eru stikar metnir með bestunaraðferðum í samfelldu afmörkuðu rúmi. Í þessari ritgerð er þróunaralgrím útfært sem þjálfar bestunaraðferðirnar í Gadget til að takast á við erfið byrjunargildi. Erfið byrjunargildi geta stafað út af staðbundnu útgildi eða slæms ástands fallsins. Þessi vinna ætti að einfalda nýjum notendum að beita bestunaraðferðunum. Þessi aðferð getur mögulega fundið önnur staðbundin útgildi sem getur gefið vísbendingu um að líkanið sé ekki rétt valið. Reikniritið er prófað á föll sem hafa svipaða eiginleika og lograsennileikafallið í Gadget og eru niðurstöður sýndar úr einföldu ýsulíkani.

MS-nefnd: Gunnar Stefánsson og Tómas Philip Rúnarsson.
Prófdómari: Sven Þ. Sigurðsson