Meistaravörn: Sóley Benediktsdóttir

Menntun framhaldsskólakennara

Þróun verkefna um diffrun með áherslu á skilning og uppgötvun

Leiðbeinendur: Benedikt Steinar Magnússon og Bjarnheiður Kristinsdóttir
Prófdómari: Kristín Bjarnadóttir, Professor Emerita

Ágrip
Stærðfræðinám í framhaldsskólum reynist mörgum nemendum erfitt. Sumir nemendur gefast upp eða byrja að halda því fram að þeir geti ekki reiknað stærðfræði. Fyrir kennara er mikilvægt að sporna við slíku hugarfari. Rannsóknir sýna að ein besta leiðin til að hjálpa nemendum að finnast þeir hafa tök á stærðfræði sé að leyfa þeim að mynda eigin tengingar milli ólíkra efnisþátta stærðfræðinnar og að uppgötva sjálfir stærðfræðilegar hugmyndir. Markmið þessa verkefnis var að búa til og þróa verkefni fyrir nemendur í framhaldsskóla með þetta í huga. Ákveðið var að verkefnin skyldu snúast um diffrun bæði vegna áhuga höfundar á því efni og að rannsóknir hafa sýnt að íslenskir framhaldsskólanemendur eiga í mestum erfiðleikum með diffrun og tegrun að loknum framhaldsskóla. Menntun framhaldsskólakennara

Þróun verkefna um diffrun með áherslu á skilning og uppgötvun

Leiðbeinendur: Benedikt Steinar Magnússon og Bjarnheiður Kristinsdóttir
Prófdómari: Kristín Bjarnadóttir, Professor Emerita

Ágrip
Stærðfræðinám í framhaldsskólum reynist mörgum nemendum erfitt. Sumir nemendur gefast upp eða byrja að halda því fram að þeir geti ekki reiknað stærðfræði. Fyrir kennara er mikilvægt að sporna við slíku hugarfari. Rannsóknir sýna að ein besta leiðin til að hjálpa nemendum að finnast þeir hafa tök á stærðfræði sé að leyfa þeim að mynda eigin tengingar milli ólíkra efnisþátta stærðfræðinnar og að uppgötva sjálfir stærðfræðilegar hugmyndir. Markmið þessa verkefnis var að búa til og þróa verkefni fyrir nemendur í framhaldsskóla með þetta í huga. Ákveðið var að verkefnin skyldu snúast um diffrun bæði vegna áhuga höfundar á því efni og að rannsóknir hafa sýnt að íslenskir framhaldsskólanemendur eiga í mestum erfiðleikum með diffrun og tegrun að loknum framhaldsskóla.