Stjórn Minningarsjóðs Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings auglýsir eftir umsóknum um styrki í sjóðinn

Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar var stofnaður í upphafi árs 2024 af Heiði Hjaltadóttur, móður Hjalta Þórs, en hann féll frá 15. desember 2023. Tilgangur sjóðsins er að hvetja efnilega stærðfræðinema til dáða og gefa þeim tækifæri til framhaldsnáms í stærðfræði.

Nemendur sem lokið hafa kröfum fyrstu tveggja námsára í stærðfræði við Háskóla Íslands eiga kost á að sækja um styrki í sjóðinn.

Fyrstu styrkir úr Minningarsjóði Hjalta Þórs verða veittir nú í nóvember og stefnt er að því að veita tvo styrki. Opið er fyrir umsóknir til 31. október nk. og skulu umsóknir sendar á netfangið minningarsjodurhjaltathors@gmail.com.

Umsækjendur skulu skrifa stutta greinargerð um sjálfa sig, þar sem eftirfarandi þarf að koma fram:

  • Námsárangur.
  • Áhugasvið.
  • Framtíðaráform varðandi nám.
  • Hvernig umsækjandi hyggst nýta styrkinn.
  • Annað sem umsækjandi telur skipta máli og tengist stærðfræðinámi, svo sem kennslureynsla eða þátttaka í stærðfræðikeppnum og rannsóknaverkefnum.

Auk þess skal óska eftir umsögn kennara sem þekkir háskólanám umsækjanda vel. Kennari sendi umsögnina beint á netfang sjóðsins minningarsjodurhjaltathors@gmail.com.

Stjórn Minningarsjóðs Hjalta Þórs fer yfir og metur umsóknir. Öllum umsækjendum verður svarað um leið og styrkhafar hafa verið valdir. Upplýsingar um styrkveitingarathöfnina verða auglýstar síðar.