Föstudaginn 27. maí kl. 14:00 heldur Eyþór Eiríksson meistaraprófsfyrirlestur í stofu 138 í VRII. Eyþór hefur stundað nám á námsleiðinni Menntun framhaldsskólakennara – stærðfræði. Leiðbeinendur Eyþórs eru Ingólfur Gíslason og Anna Helga Jónsdóttir og prófdómari er Hafþór Guðjónsson.
Titill: Að brjóta niður veggi viðmiða í stærðfræðistofunni: starfendarannsókn á breytingum á viðmiðum innan stærðfræðistofunnar þegar kennt er eftir hugmyndum um hugsandi kennslurými
Ágrip: Hægt er að segja að meginmarkmið stærðfræðikennara sé að láta nemendur hugsa. Þó virðist stærðfræðikennsla í íslenskum framhaldsskólum hafa fest í ákveðnum viðmiðum sem virðast sniðganga hugsun, skilning, umræður og rökræður. Að brjóta niður þessi viðmið getur reynst kennurum flókið og jafnvel ómögulegt. Í þessari ritgerð er skoðað hvort hægt sé að brjóta niður þessi viðmið með því að notast við hugmyndir um hugsandi kennslurými. Hugsandi kennslurými er rými þar sem hugsun er í fyrirrúmi, rými þar sem nemendur vinna saman að verkefnum, hönnuð til að byggja upp skilning á nýjum hugtökum og hugmyndum, rými þar sem nemendur leita skilnings í gegnum samræður við samnemendur og kennara.
Rannsóknin sem ritgerðin byggir á er starfendarannsókn þar sem höfundur vann í sjö vikur að uppbyggingu hugsandi kennslurýmis hjá fjórum stærðfræðihópum í íslenskum framhaldsskóla og greindi breytingar á viðmiðum innan kennslurýmisins. Í tveimur af fjórum hópum náðist að brjóta niður viðmið innan kennslurýmisins og byggja upp ný viðmið sem krefjast hugsunar af bæði nemendum og kennara. Meðal viðmiða sem breyttust voru aukin sjálfstæð vinnubrögð nemenda, nemendur leituðu upplýsinga hjá samnemendum, viðhéldu eigin flæði, sýndu þrautseigju og voru tilbúnir að hugsa. Þetta olli meðal annars því að nemendur reiddu sig ekki eins mikið á svör frá kennaranum heldur á svör út frá samvinnu við samnemendur, virkni nemenda í verkefnum jókst sem og áhugi nemenda á stærðfræðitímum. Í hinum tveimur hópunum náðist ekki að brjóta niður viðmið innan kennslurýmisins sem voru til staðar.
Menntun framhaldsskólakennara
Þróun verkefna um diffrun með áherslu á skilning og uppgötvun
Leiðbeinendur: Benedikt Steinar Magnússon og Bjarnheiður Kristinsdóttir
Prófdómari: Kristín Bjarnadóttir, Professor Emerita
Ágrip
Stærðfræðinám í framhaldsskólum reynist mörgum nemendum erfitt. Sumir nemendur gefast upp eða byrja að halda því fram að þeir geti ekki reiknað stærðfræði. Fyrir kennara er mikilvægt að sporna við slíku hugarfari. Rannsóknir sýna að ein besta leiðin til að hjálpa nemendum að finnast þeir hafa tök á stærðfræði sé að leyfa þeim að mynda eigin tengingar milli ólíkra efnisþátta stærðfræðinnar og að uppgötva sjálfir stærðfræðilegar hugmyndir. Markmið þessa verkefnis var að búa til og þróa verkefni fyrir nemendur í framhaldsskóla með þetta í huga. Ákveðið var að verkefnin skyldu snúast um diffrun bæði vegna áhuga höfundar á því efni og að rannsóknir hafa sýnt að íslenskir framhaldsskólanemendur eiga í mestum erfiðleikum með diffrun og tegrun að loknum framhaldsskóla. Continue reading 'Sóley Benediktsdóttir'»
Hvenær hefst þessi viðburður:

17. apríl 2015 – 14:00
Föstudaginn 17. apríl ver Anna Helga Jónsdóttir doktorsritgerð sína í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Þróun og prófun á opnu vefkennslukerfi í stærðfræði og tölfræði (Development and testing of an open learning environment to enhance statistics and mathematics education).
Andmælendur eru dr. Per B. Brockhoff, prófessor við Danmarks Tekniske Universitet, og dr. Robert C. delMas, dósent við University of Minnesota.
Leiðbeinandi var dr. Gunnar Stefánsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Auk hans sátu í doktorsnefnd dr. Freyja Hreinsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og dr. Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri.
Dr. Oddur Ingólfsson, prófessor og varadeildarforseti Raunvísindadeildar stjórnar athöfninni.
Ágrip af rannsókn
Continue reading 'Doktorsvörn í tölfræði – Anna Helga Jónsdóttir'»
Málstofa í stærðfræði
Fyrirlesari: Anna Helga Jónsdóttir, University of Iceland
Titill: The performance of first year students on a diagnostic test of basic mathematical skills
Staðsetning: V-157, VRII
Tími: Mánudagur 29. september, frá 15:00 til 16:00.
Ágrip:
Dropout-rates and poor performance of students in first year courses in calculus in the School of Engineering and natural sciences are of great concern. In order to examine the student’s background in mathematics a diagnostic test has been administrated annually since 2008. The main purpose of the diagnostic test is to provide immediate feedback to the students on their ability but also to enable instructors to identify common areas of difficulty within the group.
The results of the test will be described in the talk; how the results have changed in time, which variables are linked to the grades and how well the test results predict performance on final exams in Calculus IA, IB, IC and N. Ways forward will also be discussed.
Fyrirlestur
Fyrirlesari: Andreas Ulovec, Vínarháskóla
Titill: MSc4All – Motivating Methods and Materials in Maths and Science
Staðsetning: H203, Stakkahlíð — Menntavísindasviði HÍ.
Tímasetning: Föstudagur 16. maí, klukkan 14:00.
Ágrip:
The Comenius projects „PROMOTE MSc“ and „MOTIVATE ME in Maths and Science“ developed both materials (PROMOTE) and teaching methods (MOTIVATE) for one common goal: To increase students’ motivation in learning Mathematics and Science. Both projects produced very positively evaluated materials in book format:
- unit descriptors (short summaries) of teaching materials
- sample units of full teaching materials
- compendium with a list and concise description of 24 teaching methods
- case studies demonstrating the teaching methods using the PROMOTE teaching materials
All the materials are also available online for free. The materials have been used in teacher training and in schools now for several years, resulting in a lot of feedback, which has been used to improve the materials.
In this talk we will give an overview of the previous and current projects, and present improved versions of the project materials, i.e. teaching units that have been developed to motivate students to learn mathematics and science. Print versions (in English) of the materials will be given out at the presentation free of charge.
Málstofa í stærðfræði
Speaker: Kári Sigurðsson
Title: Um stærðfræði: Kver handa framhaldsskólanemum – öðruvísi námsefni
Location: Room V-147 in building VR-II on the UI campus
Time: Wednesday January 29, 2014, at 16:00.