Meistaraprófsfyrirlestur

Arnbjörg Soffía Árnadóttir
Titill: Grúpuverkanir á óendanleg stefnd net og hlutbrautafallið

Staðsetning: Naustið, Endurmenntun.
Tímasetning: Fimmtudagur 6. október 2016, klukkan 16:00.

Ágrip:

Við notum grúpuverkanir til þess að skoða óendanleg stefnd net. Við byrjum á því að skilgreina grúpumótun sem við köllum hlutbrautafallið. Við notum svo þessa mótun til þess að skoða ýmsa eiginleika óendanlegra stefndra neta, þ.á.m. myndir netamótana, háörvavegagegnvirkni, Cayley-Abels net og vöxt neta.

Leiðbeinendur: Rögnvaldur G. Möller og Jón Ingólfur Magnússon, báðir prófessorar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Prófdómari: Peter M. Neumann, emerítus við The Queen’s College, Oxford University.