Meistaraprófsfyrirlestur
Auðunn Skúta Snæbjarnarson
Titill: Approximation of Holomorphic Functions in the Complex Plane
Staðsetning: Askja, 130.
Tímasetning: Miðvikudagur 1. október, klukkan 16:40.

Ágrip:
Fjallað er um nálganir á fáguðum föllum, með margliðum, ræðum föllum eða heilum föllum. L^2-tilvistararsetning Hörmanders fyrir Cauchy-Riemann virkjann er notuð til þess að sanna alhæfingu á setningu Bernstein-Walsh, sem lýsir jafngildi milli mögulegrar fágaðar framlengingar á falli f á opinni grennd við þjappað hlutmengi K og runu bestu nálgana (d_n(f,K)) á f með margliðum af stigi minna eða jöfnu n. Alhæfingin notar bestu nálganir á f með ræðum föllum með skaut í gefnu mengi. Fjallað verður um setningu Vitushkins, en hún lýsir hvernig fáguð rýmd mengis er notuð til þess að auðkenna þau þjöppuðu mengi K með þann eiginleika að sérhvert fall f, samfellt á K og fágað á innmengi K, megi nálga í jöfnum mæli á K með margliðum. Að lokum er setning Vitushkins beitt til þess að sanna alhæfingu á setningu Arakelians, sem lýsir nálgun í jöfnum mæli á fáguðum föllum á ótakmörkuðum mengjum með heilum föllum.
Leiðbeinandi: Ragnar Sigurðsson
Prófdómari: Reynir Axelsson
Masters thesis presentations
Auðunn Skúta Snæbjarnarson
Title: Approximation of Holomorphic Functions in the Complex Plane
Location: Askja, 130.
Time: Wednesday October 1., at 16:40.

Abstract:
Fjallað er um nálganir á fáguðum föllum, með margliðum, ræðum föllum eða heilum föllum. L^2-tilvistararsetning Hörmanders fyrir Cauchy-Riemann virkjann er notuð til þess að sanna alhæfingu á setningu Bernstein-Walsh, sem lýsir jafngildi milli mögulegrar fágaðar framlengingar á falli f á opinni grennd við þjappað hlutmengi K og runu bestu nálgana (d_n(f,K)) á f með margliðum af stigi minna eða jöfnu n. Alhæfingin notar bestu nálganir á f með ræðum föllum með skaut í gefnu mengi. Fjallað verður um setningu Vitushkins, en hún lýsir hvernig fáguð rýmd mengis er notuð til þess að auðkenna þau þjöppuðu mengi K með þann eiginleika að sérhvert fall f, samfellt á K og fágað á innmengi K, megi nálga í jöfnum mæli á K með margliðum. Að lokum er setning Vitushkins beitt til þess að sanna alhæfingu á setningu Arakelians, sem lýsir nálgun í jöfnum mæli á fáguðum föllum á ótakmörkuðum mengjum með heilum föllum.
Advisor: Ragnar Sigurðsson
Examiner: Reynir Axelsson