Doktorsvörn: Álfheiður Edda Sigurðardóttir

Doktorsefni: Álfheiður Edda Sigurðardóttir
Heiti ritgerðar: Margliðunálganir og fjölmættisfræði
Dagsetning: 27. september 2024, 14:00-16:00 í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands
Andmælendur: Dr. David Witt Nyström, prófessor við Chalmers Tækniháskóla og Gautaborgarháskóla í Svíþjóð, dr. Barbara Drinovec Drnovšek, prófessor við Háskólann í Ljubljana, Slóveníu
Leiðbeinendur: Dr. Benedikt Steinar Magnússon, dósent við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, Dr. Ragnar Sigurðsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Einnig í doktorsnefnd: Dr. Séverine Biard, dósent við Tækniháskólann í Hauts-de-France, Frakklandi, Dr. Tyson Ritter, dósent við Háskólann í Stafangri, Noregi
Stjórnandi varnar: Dr. Birgir Hrafnkelsson, prófessor og deildarforseti Raunvísindadeildar HÍ

Ágrip: Við skoðum bauga af margliðum í mörgum tvinnbreytistærðum sem hafa veldisvísa einskorðaða við stríkkanir kúpts þjappaðs mengis sem inniheldur núllpunktinn. Við skoðum eiginleika veginna útgildisfalla sem ákvarðast af þessum margliðubaugum, sem eru alhæfingar Siciak fallsins og Green fallsins úr tvinnfallagreiningu í mörgum breytistærðum. Við sönnum að þessi föll uppfylli Siciak-Zakharyuta setningu. Við sýnum einnig útgáfur af Runge-Oka-Weil setningunni um nálganir á fáguðum föllum með margliðum úr þessum baugum.

Um doktorsefnið: Álfheiður Edda Sigurðardóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Sigurður Ólafsson verkfræðingur og Margrét Þorvaldsdóttir félagsfræðingur. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2016 og grunnnámi frá Háskóla Íslands í stærðfræði vorið 2019. Hún lauk meistaranámi frá Cambridge háskóla sumarið 2020 og hóf doktorsnám við Háskóla Íslands sama ár. Að doktorsnámi loknu heldur hún til Ljubljana að stunda nýdoktorsrannsóknir.