Doktorsvörn/PhD defense: Bergur Snorrason

Doktorsefni:
Bergur Snorrason

Heiti ritgerðar:
Skorðaðar og vegnar margliðunálganir

Dagsetning: 8. nóv – kl. 14:00-16:00, Askja Stofa 132

Andmælendur:
Dr. Alexander Rashkovskii, prófessor við Háskólann í Stafangri, Noregi, Dr. Lars Martin Sektnan, dósent við Háskólann í Gautaborg, Svíþjóð

Leiðbeinendur:
Dr. Benedikt Steinar Magnússon, dósent við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, Dr. Ragnar Sigurðsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Séverine Biard, dósent við Tækniháskólann í Hauts-de-France, Frakklandi, Dr. Tyson Ritter, dósent við Háskólann í Stafangri, Noregi

Stjórnandi varnar:
Dr. Birgir Hrafnkelsson, prófessor og deildarforseti Raunvísindadeildar HÍ

Ágrip:
Ritgerðin er samansett af efni úr greinum sem fjalla um margliðunálganir á fáguðum föll í mörgum breytistærðum. Þessar nálganir eru metnar með vegnum stöðlum og margliðurnar sem eru notaðar koma úr hlutbaugum margliðna. Hugtakið um stig margliðanna er einnig sveigjanlegra en í hefðbundna tilfellinu. Megin markið rannsóknanna er að setja from og sanna útgáfu af Bernstein-Walsh-Siciak setningunni, sem er alhæfing á Runge setningunni. Til að sanna þessa setningun er notast við alhæfða útgáfu af Siciak-Zakharyuta fallinu úr fjölmættisfræði. Það er svo notað sem vigt í L2-mati Hörmanders á lausnum á d-strik-afleiðujöfnum. Lausnir slíkra jafna eru síðan notaðar til að smíða margliðurnar sem á að nota í nálgununum.

Um doktorsefnið:
Bergur Snorrason er fæddur árið 1995 í Reykjavík. Hann útskrifaðist af viðskipta- og hagfræðibraut Borgarholtsskóla árið 2014. Hann lauk grunnnámi í stærðfræði hjá Háskóla Íslands 2018 og meistaranámi 2020. Bergur býr í Mosfellsbæ með unnustu sinni Söndru Sif, tveimur sonum og hundi.