Lokaverkefni í hagnýttri tölfræði (MAS)

Guðmundur Helgason
Titill: Hversu lengi þarf ég að bíða? Forspárlíkön fyrir biðtíma í þjónustuveri CCP

Staðsetning: V-157, VRII
Tímasetning: Fimmtudaginn 1. júní, klukkan 14:00.

Ágrip:

Í þessari rannsókn, með hjálp ýmissa tölfræðiaðferða, spáum við fyrir um biðtíma eftir svari við tölvupósti með gögnum frá þjónustuveri CCP, framleiðanda  tölvuleiksins EVE Online. Að mestu leyti er notast við tvíkosta tölfræðilíkön þar sem spáð er fyrir um hvort að svar sé gefið fyrir ákveðinn tímapunkt eða ekki. Samfelldar aðferðir eru þó einnig notaðar, bæði til að spá fyrir um biðtíma í sjálfu sér og hvort svar sé gefið fyrir ákveðinn tíma eða ekki. Auk greiningarlegra aðferða til forspáar er einnig notast við einfaldari empírískar aðferðir til að meta dreifingu biðtíma og líkindi á svari eftir ákveðinn tíma. Tiltækar rannsóknir á sviði þjónustuvera, gæða í þjónustu, áhrifa þess að bíða eftir þjónustu og aðferða sem notast hefur verið við til að spá fyrir um biðtíma eru skoðaðar. Aðferðirnar sem notast var við til biðtíma forspáar eru bornar saman, kostir þeirra og gallar ræddir, auk hugsanlegra hagnýtra eiginleika.

Leiðbeinendur:
Anna Helga Jónsdóttir
Matthías Kormáksson

Prófdómari: Thor Aspelund

http://www.hi.is/vidburdir/meistarafyrirlestur_hversu_lengi_tharf_eg_ad_bida_forsparlikon_fyrir_bidtima_i_thjonustuveri_ccp