Málstofa í stærðfræði – BS verkefni

Fyrirlesari: Jón Áskell Þorbjarnarson.
Titill: Dreififöll og grunnlausnir á hlutafleiðujöfnum

Staðsetning: V02-157 , VRII
Tími: Föstudagur 29. janúar, klukkan 15:00-16:00.

Ágrip:

Við fjöllum um dreififöll, sem eru alhæfingar á heildanlegum föllum á Rn. Við skilgreinum þau sem samfelld línuleg felli á rúmi þjálra falla með þjappaða stoð. Dreififöll hafa þann mikla kost að þau eru óendanlega oft deildanleg í veikari skilningi en í hefðbundinni stærðfræðigreiningu og með þeim fást stærri lausnarúm fyrir venjulegar afleiðujöfnur og hlutafleiðujöfnur. Við fjöllum um svokallaðar grunnlausnir hlutafleiðuvirkja með fastastuðla, en með þeim er hægt að finna lausnir á hliðruðum jöfnum með földun. Við reiknum út grunnlausnir fyrir nokkra hlutafleiðuvirkja úr stærðfræðilegri eðlisfræði og sönnum að lokum tilvistarsetningu Ehrenpreis og Malgrange sem segir að allir línulegir hlutafleiðuvirkjar með fastastuðla eigi sér grunnlausn.