Máni Maríus Viðarsson (20/05/2014)Máni Maríus Viðarsson (20/05/2014)

Meistaraprófsfyrirlestur

Fyrirlesari: Máni Maríus Viðarsson
Titill: Numerical Approximation of Quantum Scattering Problems with Finite Element Method

Staðsetning: VR-II, 157.
Tímasetning: Þriðjudagur 20. maí, klukkan 15:00.

Ágrip:

Þessi ritgerð fjallar um stærðfræðilegt líkan af rafeindaflutningi í örsmáum hálfleiðarakerfum. Algengasta aðferð sem notuð er í eðlisfræði við slíka útreikninga nefnist endurkvæm aðferð fyrir föll Greens og byggir sú aðferð á nálgun með aðferð endanlegra mismuna. Samhliða þeirri aðferð er fjallað um bútaaðferð til að reikna út leiðni fyrir sömu kerfi. Bútaaðferðin hefur ýmsa kosti umfram aðferð endanlegra mismuna, svo sem að einfaldara er að beita henni á kerfi með flókna lögun. Aðferðirnar nýta samhliða reikninga þegar kostur er. Með því móti eru nákvæmari lausnir reiknaðar á skemmri tíma. Sett er fram algrím til þess að fínskipta svæðum í þríhyrninganet og stjórna þar með nákvæmni útreikninganna.

Leiðbeinendur eru Ragnar Sigurðsson, prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands og Sigurður Ingi Erlingsson, dósent við Háskólann í Reykjavík.
Prófdómari er Sven Þ. Sigurðsson, prófessor emerítus við Háskóla Íslands.Masters thesis presentation

Speaker: Máni Maríus Viðarsson
Title: Numerical Approximation of Quantum Scattering Problems with Finite Element Method

Location: VR-II, 157.
Time: Tuesday May 20., at 15:00.

Abstract:

Þessi ritgerð fjallar um stærðfræðilegt líkan af rafeindaflutningi í örsmáum hálfleiðarakerfum. Algengasta aðferð sem notuð er í eðlisfræði við slíka útreikninga nefnist endurkvæm aðferð fyrir föll Greens og byggir sú aðferð á nálgun með aðferð endanlegra mismuna. Samhliða þeirri aðferð er fjallað um bútaaðferð til að reikna út leiðni fyrir sömu kerfi. Bútaaðferðin hefur ýmsa kosti umfram aðferð endanlegra mismuna, svo sem að einfaldara er að beita henni á kerfi með flókna lögun. Aðferðirnar nýta samhliða reikninga þegar kostur er. Með því móti eru nákvæmari lausnir reiknaðar á skemmri tíma. Sett er fram algrím til þess að fínskipta svæðum í þríhyrninganet og stjórna þar með nákvæmni útreikninganna.

Leiðbeinendur eru Ragnar Sigurðsson, prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands og Sigurður Ingi Erlingsson, dósent við Háskólann í Reykjavík.
Prófdómari er Sven Þ. Sigurðsson, prófessor emerítus við Háskóla Íslands.