Heiti verkefnis: Tölvuaðstoð við tilgátur í fléttufræði
Nemandi:Atli Fannar Franklín
Doktorsnefnd:
Anders Claesson, prófessor við Raunvísindadeild HÍ (leiðbeinandi)
Henning Úlfarsson, prófessor og deildarforseti Tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík
Sigurður Örn Stefánsson, prófessor við Raunvísindadeild HÍ
Sergey Kitaev, prófessor, University of Strathclyde
Ágrip: Atli Fannar Franklín fer yfir framvindu við þróun tölvukerfisins PERQ, sem vinnur með veldaraðir og gögn úr OEIS, ásamt ýmsum smærri verkefnum og ritgerðum, bæði birtar ritgerðir og ritgerðir enn í vinnslu. Geta og virkni PERQ kerfisins verður sýnd stuttlega, ásamt hvernig þeirri virkni var náð og hvað á eftir að útfæra.