Hallgrímur Haraldsson og Hildur Gunnarsdóttir, nemendur á þriðja ári í stærðfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Sigurðar Helgasonar prófessors fyrir frábæran námsárangur. Heildarupphæð verðlaunanna nemur 11.500 bandaríkjadölum, jafnvirði tæplega 1,6 milljónum króna.
https://www.hi.is/frettir/tvo_verdlaunud_fyrir_frabaeran_arangur_i_staerdfraedi