Category: Fréttir

Dósent í stærðfræði við Raunvísindadeild

Benedikt Magnússon, janúar 27, 2015

Laust er til umsóknar fullt starf dósents í stærðfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.pallas_athena_positivblue

Leitað er að einstaklingi sem stundar öflugar rannsóknir í algebru eða á skyldu sviði og ætlast er til að viðkomandi muni standa fyrir uppbyggingu rannsókna á sínu sviði.  Dósentinn mun jafnframt kenna námskeið fyrir BS-nema í stærðfræði á ýmsum sviðum stærðfræði og kenna verkfræðinemum námskeið í línulegri algebru og stærðfræðigreiningu.  Ætlast er til að viðkomandi taki fullan þátt í skipulagningu og þróun náms í stærðfræði, bæði grunnnáms og framhaldsnáms. Við ráðningu verður miðað við að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum deildarinnar. Kennsla í grunnnámi við Háskóla Íslands fer almennt fram á íslensku.  Erlendum starfsmönnum er boðið að sækja námskeið í íslensku.
Continue reading 'Dósent í stærðfræði við Raunvísindadeild'»

Fields verðlaunin 2014

Benedikt Magnússon, ágúst 18, 2014

Fields verðlaunin voru veitt 13. ágúst síðastliðinn (http://www.mathunion.org/general/prizes/2014) og nú er í fyrsta skipti kona á meðal verðlaunahafa. Hún heitir Maryam Mirzakhani og er frá Íran. Fréttatilkynning um rannsóknarefni hennar er hér og Quanta tímaritið er með góða umfjöllun um hana hér.

Maryam_Mirzakhani_2014-08-12_18-14